Fótbolti

Kaupa leikmann frá Rúmeníu en fá hann ekki fyrr en í janúar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brighton & Hove Albion hefur tryggt sér þjónustu Adrian Mazilu. Þó ekki alveg strax.
Brighton & Hove Albion hefur tryggt sér þjónustu Adrian Mazilu. Þó ekki alveg strax. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion hefur komist að samkomulagi við rúmenska félagið FCV Farul Constanta um kaup á kantmanninum Adrian Mazilu. Leikmaðurinn gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en næsti félagsskiptagluggi opnar.

Mazilu, sem verður 18 ára gamall síðar á árinu, gengur í raðir Brighton fyrir um 2,5 milljómnir punda sem samsvarar 4,3 milljörðum króna.

Hann hefur verið mikilvægur leikmaður í yngri landsliðum Rúmeníu og skoraði sjö mörk í 21 leik fyrir félagslið sitt á síðasta tímabili.

Mazilu er fimmti leikmaðurinn sem Brighton semur við í sumar, en áður hafði liðið samið við þá James Milner, Mahmoud Dahoud, Joao Pedro og Bart Verbruggen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×