„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 13:44 Gígbarmar aðalgígsins við Litla-Hrút eru nú orðnir yfir tuttugu metra háir, aðeins hærri en þegar þessi mynd var tekin. Vísir/vilhelm Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. „Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03
Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40