Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 16. júlí 2023 20:51 Guðjón Pétur Lýðsson lék á sínum tíma með ÍBV en leikur í dag með Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. „Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira