Auðmjúkur Djokovic eftir tapið á Wimbledon: „Þú átt þetta svo sannarlega skilið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 23:30 Novak Djokovic hrósaði Carlos Alcaraz í hástert eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis. Frey/TPN/Getty Images Novak Djokovic, einn besti tenniskappi allra tíma, var hársbreidd frá því að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar er hann mætti Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon risamótsins í tennis í dag. Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum. Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum.
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira