„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er enn að vinna út úr vonbrigðunum í undanúrslitamótinu þar sem hún var langt frá því að komast á heimsleikana. Instagram/@solasigurdardottir Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira
Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira