Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2023 19:20 Hluti af brúargólfi fyrir akstur bifreiða á Kerch brúnni féll í árásinni, en lestar fara um neðri hluta brúarinnar. AP/rannsóknarnefnd Rússa Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53