Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 10:02 Alex Murdaugh átti bátinn en Paul var ölvaður undir stýri þegar hann ók á brúarstólpa með þeim afleiðingum að Beach lést. Facebook Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. Beach, sem var 19 ára, lést í slysinu. Fjölskylda Beach fær 15 milljónir dala í sinn hlut og ungmennin fjögur skipta þremur milljónum á milli sín. Málið var höfðað gegn Alex Murdaugh og versluninni sem seldi þeim áfengi áður en þau sigldu úr höfn. Enn á eftir að ákveða hversu háar bætur Murdaugh mun þurfa að greiða. Paul er sagður hafa verið drukkinn þegar slysið átti sér stað en hann notaði persónuskilríki eldri bróður síns til að greiða fyrir áfengið fyrir sig og félagana, sem var keypt í verslun í eigu Parker's Corporation. Fjölskylda Beach sagðist í yfirlýsingu vona að sáttin sendi skýr skilaboð til fyrirtækja á borð við Parker's að selja ekki áfengi til ungmenna undir lögaldri. Eins og áður sagði var Alex Murdaugh fundinn sekur um að myrða Paul og eiginkonu sína Margaret árið 2021 en það er kenning saksóknara að tilgangurinn hafi verið að afla Murdaugh samúðar og beina athygli frá fjárhagslegum óförum hans. Þegar Paul var myrtur átti hann yfir höfði sér ákærður vegna bátaslyssins en hann var meðal annars sakaður um að hafa valdið dauða Beach með því að aka bátnum undir áhrifum áfengis. Hann hafði lýst sig saklausan. Allir fjórir sem lifðu slysið sögðu Paul hafa verið við stýrið en í kjölfar slyssins mældist áfengismagn í blóði hans langt yfir löglegum viðmiðum. Rannsókn stendur enn yfir á tveimur dauðsföllum sem yfirvöld ákváðu að athuga betur eftir að Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða son sinn og eiginkonu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Beach, sem var 19 ára, lést í slysinu. Fjölskylda Beach fær 15 milljónir dala í sinn hlut og ungmennin fjögur skipta þremur milljónum á milli sín. Málið var höfðað gegn Alex Murdaugh og versluninni sem seldi þeim áfengi áður en þau sigldu úr höfn. Enn á eftir að ákveða hversu háar bætur Murdaugh mun þurfa að greiða. Paul er sagður hafa verið drukkinn þegar slysið átti sér stað en hann notaði persónuskilríki eldri bróður síns til að greiða fyrir áfengið fyrir sig og félagana, sem var keypt í verslun í eigu Parker's Corporation. Fjölskylda Beach sagðist í yfirlýsingu vona að sáttin sendi skýr skilaboð til fyrirtækja á borð við Parker's að selja ekki áfengi til ungmenna undir lögaldri. Eins og áður sagði var Alex Murdaugh fundinn sekur um að myrða Paul og eiginkonu sína Margaret árið 2021 en það er kenning saksóknara að tilgangurinn hafi verið að afla Murdaugh samúðar og beina athygli frá fjárhagslegum óförum hans. Þegar Paul var myrtur átti hann yfir höfði sér ákærður vegna bátaslyssins en hann var meðal annars sakaður um að hafa valdið dauða Beach með því að aka bátnum undir áhrifum áfengis. Hann hafði lýst sig saklausan. Allir fjórir sem lifðu slysið sögðu Paul hafa verið við stýrið en í kjölfar slyssins mældist áfengismagn í blóði hans langt yfir löglegum viðmiðum. Rannsókn stendur enn yfir á tveimur dauðsföllum sem yfirvöld ákváðu að athuga betur eftir að Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða son sinn og eiginkonu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10