Litríkar lausnir sem geta bætt líf okkar allra Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar