UEFA vill halda umhverfisvænt EM og biður landslið að fljúga ekki Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Evrópumótið fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Vísir/Getty Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi næsta sumar og UEFA er á fullu í undirbúningi fyrir mótið. Sambandið ætlar sér að halda umhverfisvænt mót og hefur biðlað til þátttökuþjóða að hjálpa til. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“ EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“
EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira