„Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 10:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gert frábæra hluti með Víkingsliðið en nú þarf hann að grafa djúpt til að finna lausnir. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurfa að taka á stóra sínum í dag þegar liðið mætir lettneska félaginu Riga í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira