Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 09:34 Kerry og Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, mæta til fundar í gær. AP/Ng Han Guan Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira