Sagði „Æi, fjandinn hafi það“ og skaut 95 ára konu með rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 11:03 Clare Nowland dó nokkrum dögum eftir atvikið. Saksóknarar í Ástralíu segja lögregluþjóna sem beittu rafbyssu gegn 95 ára gamalli konu með elliglöp hafa beitt óhóflega miklu valdi. Konan, sem hét Clare Nowland, féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði þegar hún var beitt rafbyssunni. Þá dó hún nokkrum dögum síðar. Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar. Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar.
Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01
Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37
Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03