Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 17:49 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira