Nýkominn heim frá einu Evrópumóti og strax á leiðinni á annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Tómas Valur Þrastarson í leik á móti Haukum en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Þór undanfarin tvö tímabil. Vísir/Hulda Margrét Íslenska átján ára landslið karla í körfubolta hefur í kvöld leik á Evrópumótinu en Ísland er i b-deild í þessum aldursflokki og keppir í Matoshinos í Portúgal. Einn leikmanna liðsins er nýkominn heim af öðru Evrópumóti. Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira