Gosmóða suðvestanlands og á Suðurlandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2023 12:01 Nokkur gosmóða er nú Suðvestanlands og á Suðurlandi. arnar halldórsson Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að gosmóðan líti út eins og þokuloft og dragi úr skyggni. Í morgun hafa mæst hækkuð gildi á fínu svifryki víða suðvestanlands en agnirnar geta verið ertandi fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir og ættu þeir að forðast óþarfa áreynslu utandyra á meðan þetta ástand varir. Þá er búist við að SO2 gas frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum beinir því til fólks með hjarta- eða lungnasjúkdóma að fara ekki að gossvæðinu sem verður opið í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að gærdagurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Aðstoða þurfti þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið auk þess sem aðstoða þurfti fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæðið. Úlfar minnir þá sem ætla að gosstöðvunum á að klæða sig eftir veðri og hafa næga hleðslu á farsímum. „Bara fara gætilega og taka með sér nesti. Ég geri ráð fyrir að flestir fari Merardalaleiðina, það er sú leið sem við mælum með.“ Almannavarnir hafa einmitt biðlað til fólks að ganga ekki að gosinu frá Vigdísarvallavegi sem opnaður var í gærmorgun enda engin stikuð gönguleið að gosinu og leiðin því erfiðari og hættulegri. „Ég mæli með að fólk labbi inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi og velji Merardalaleið. Þetta er einföld gönguleið og það er kannski ekki ástæða til að fara hana að enda. Þetta er ekki erfið leið en það tekur tíma að ganga hana. Það er sú leið sem við mælum með.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Loftgæði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að gosmóðan líti út eins og þokuloft og dragi úr skyggni. Í morgun hafa mæst hækkuð gildi á fínu svifryki víða suðvestanlands en agnirnar geta verið ertandi fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir og ættu þeir að forðast óþarfa áreynslu utandyra á meðan þetta ástand varir. Þá er búist við að SO2 gas frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum beinir því til fólks með hjarta- eða lungnasjúkdóma að fara ekki að gossvæðinu sem verður opið í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að gærdagurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Aðstoða þurfti þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið auk þess sem aðstoða þurfti fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæðið. Úlfar minnir þá sem ætla að gosstöðvunum á að klæða sig eftir veðri og hafa næga hleðslu á farsímum. „Bara fara gætilega og taka með sér nesti. Ég geri ráð fyrir að flestir fari Merardalaleiðina, það er sú leið sem við mælum með.“ Almannavarnir hafa einmitt biðlað til fólks að ganga ekki að gosinu frá Vigdísarvallavegi sem opnaður var í gærmorgun enda engin stikuð gönguleið að gosinu og leiðin því erfiðari og hættulegri. „Ég mæli með að fólk labbi inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi og velji Merardalaleið. Þetta er einföld gönguleið og það er kannski ekki ástæða til að fara hana að enda. Þetta er ekki erfið leið en það tekur tíma að ganga hana. Það er sú leið sem við mælum með.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Loftgæði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira