Setti heimsmet og stýrði FH í meira en þrjár aldir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 11:47 Sicinski stýrði FH í 320 ár og vann meistaradeildina. Guinness, Vilhelm Pólskur maður að nafni Pawel Sicinski komst nýverið í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatíma í tölvuleiknum Football Manager. Lengst af stýrði hann liði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal. Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal.
Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira