Viðar Ari gæti spilað með Fram í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 16:45 Viðar Ari Jónsson (28) í leik með Honvéd. Laszlo Szirtesi/Getty Images Viðar Ari Jónsson æfir um þessar mundir með liði Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið ungverska liðið Honvéd og gæti spilað með Fram í Bestu deildinni ef ekkert býðst erlendis. Þetta kemur fram á knattspyrnuvefnum Fótbolti.net. Þar segir að „háværar sögusagnir“ séu í gangi um að hinn 29 ára gamli Viðar Ari gæti leikið með Fram í sumar, þó ekki væri nema þangað til hann finni sér nýtt lið. „Hann er búinn að vera að halda sér í formi og ég held að hann sé með eitthvað á borðinu erlendis frá,“ sagði Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í viðtali við Fótbolti.net. Í frétt miðilsins segir jafnframt að velunnari félagsins, vinur Viðars Ara, sé tilbúinn að borga laun hans fari svo að hann semji við Fram. Agnar Þór gat nú ekki tekið undir það: „Mátt finna þennan vin og biðja hann um að hringja í mig,“ sagði hann hlæjandi. Viðar Ari á að baki 7 A-landsleiki. Hann er uppalinn í Þrótti Reykjavík en fór ungur að árum til Fjölnis í Grafarvogi. Þaðan fór hann til Brann í Noregi, kom til FH á láni 2018 áður en hann samdi við Sandefjord. Þar var hann allt til 2021 þegar hann færði sig yfir til Ungverjalands. Hvert leiðin liggur næst er óvíst en það gæti farið svo að hann færi sig upp í Grafarholt. Fram er í 10. sæti Bestu deildar karla með 14 stig að loknum 15 leikjum, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Þetta kemur fram á knattspyrnuvefnum Fótbolti.net. Þar segir að „háværar sögusagnir“ séu í gangi um að hinn 29 ára gamli Viðar Ari gæti leikið með Fram í sumar, þó ekki væri nema þangað til hann finni sér nýtt lið. „Hann er búinn að vera að halda sér í formi og ég held að hann sé með eitthvað á borðinu erlendis frá,“ sagði Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í viðtali við Fótbolti.net. Í frétt miðilsins segir jafnframt að velunnari félagsins, vinur Viðars Ara, sé tilbúinn að borga laun hans fari svo að hann semji við Fram. Agnar Þór gat nú ekki tekið undir það: „Mátt finna þennan vin og biðja hann um að hringja í mig,“ sagði hann hlæjandi. Viðar Ari á að baki 7 A-landsleiki. Hann er uppalinn í Þrótti Reykjavík en fór ungur að árum til Fjölnis í Grafarvogi. Þaðan fór hann til Brann í Noregi, kom til FH á láni 2018 áður en hann samdi við Sandefjord. Þar var hann allt til 2021 þegar hann færði sig yfir til Ungverjalands. Hvert leiðin liggur næst er óvíst en það gæti farið svo að hann færi sig upp í Grafarholt. Fram er í 10. sæti Bestu deildar karla með 14 stig að loknum 15 leikjum, einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira