Liverpool mætir til leiks með nýtt leikkerfi: Verður Trent á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 07:01 Trent Alexander-Arnold gæti spilað á miðjunni í vetur. Harry Langer/Getty Images Þó oftast nær sé lítið sem ekkert að marka vináttuleiki þá vakti uppstilling Liverpool-liðsins í leiknum gegn þýska B-deildarliðinu Karlsruher athygli. Það virðist sem Jurgen Klopp ætli að breyta til í vetur. Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira