Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 16:00 Farþegarnir voru í áfalli efir að hafa horft upp á fjörutíu grindhvali rekna upp í fjöru og drepna með krókum og sveðjum. EPA Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. „Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
„Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira