Harman hreppir hina frægu könnu Claret Jug. Verðlaunaféð fyrir að vinna Opna er ansi veglegt en 16.5 milljónir Bandaríkjadala skiptast niður á 16 sæti. Sigurvegarinn fær þrjár milljónir Bandaríkjadala.
Harman lék lokahringinn á 70 höggum og endaði mótið á þrettán höggum undir pari. Hinn 36 ára gamli Bandaríkjamaður hreppir nafnbótina kylfingur ársins.
Harman er þekktur fyrir að pútta afar vel. Á öllu mótinu púttaði hann 106 sinnum sem er það minnsta hjá sigurvegara í Opna mótinu síðustu tuttugu ár.
Fjórir kylfingar voru jafnir í öðru sæti. Þeir Tom Kim, Sepp Straka, Jason Day og Jon Rahm spiluðu allir á sjö höggum undir pari.
Rory Mcllroy lék lokahringinn á 68 höggum og var það hans besti hringur á mótinu. Mcllroy endar ásamt Emiliano Grillo í sjötta sæti. Þetta var í sjöunda skipti á síðustu átta risamótum sem hann endar meðal tíu efstu.