Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 10:30 Alexandra Popp fagnar marki í sigri Þýskalands á Marokkó í dag. Getty/Robert Cianflone Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð