Borges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 13:00 Ary Borges kom, sá og skoraði þrennu. Sarah Reed/Getty Images Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins. Það verður ekki sagt að síðari tveir leikir dagsins hafi verið jafnir. Fyrr í dag vann Þýskaland 6-0 sigur á Marokkó og ef Brasilía hefði haft nennu til hefði liðið án efa getað skorað fleiri mörk í leiknum sem lauk nú rétt í þessu. Ary Borges, leikmaður Racing Louisville í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, kom Brasilíu yfir á 19. mínútu. Hún tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar með öðru marki sínu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bia Zaneratto þriðja mark Brasilíu, eftir sendingu frá Borges, og gerði þar með endanlega út um leikinn. Borges bætti svo við þriðja marki sínu og fjórða marki Brasilíu eftir sendingu frá Geyse, leikmanni Barcelona, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Ary Borges scores a hat trick in Brazil s World Cup opener pic.twitter.com/0t9ZD2YFiJ— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Skömmu síðar var Borges tekin af velli fyrir goðsögina Mörtu sem er á sínu sjötta heimsmeistaramóti. Lokatölur leiksins 4-0 Brasilíu í vil sem þýðir að liðið er komið á topp F-riðils með þrjú stig á meðan Frakkland og Jamaíka eru bæði með eitt stig hvort. Panama rekur svo lestina án stiga þegar ein umferð er búin. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. 24. júlí 2023 10:30 Reynsluboltinn þurfti bara fjórar mínútur til að ráða úrslitum Cristiana Girelli tryggði Ítalíu 1-0 sigur á Argentínu í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. 24. júlí 2023 08:01 Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. 24. júlí 2023 09:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Það verður ekki sagt að síðari tveir leikir dagsins hafi verið jafnir. Fyrr í dag vann Þýskaland 6-0 sigur á Marokkó og ef Brasilía hefði haft nennu til hefði liðið án efa getað skorað fleiri mörk í leiknum sem lauk nú rétt í þessu. Ary Borges, leikmaður Racing Louisville í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, kom Brasilíu yfir á 19. mínútu. Hún tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar með öðru marki sínu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bia Zaneratto þriðja mark Brasilíu, eftir sendingu frá Borges, og gerði þar með endanlega út um leikinn. Borges bætti svo við þriðja marki sínu og fjórða marki Brasilíu eftir sendingu frá Geyse, leikmanni Barcelona, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Ary Borges scores a hat trick in Brazil s World Cup opener pic.twitter.com/0t9ZD2YFiJ— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Skömmu síðar var Borges tekin af velli fyrir goðsögina Mörtu sem er á sínu sjötta heimsmeistaramóti. Lokatölur leiksins 4-0 Brasilíu í vil sem þýðir að liðið er komið á topp F-riðils með þrjú stig á meðan Frakkland og Jamaíka eru bæði með eitt stig hvort. Panama rekur svo lestina án stiga þegar ein umferð er búin.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. 24. júlí 2023 10:30 Reynsluboltinn þurfti bara fjórar mínútur til að ráða úrslitum Cristiana Girelli tryggði Ítalíu 1-0 sigur á Argentínu í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. 24. júlí 2023 08:01 Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. 24. júlí 2023 09:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. 24. júlí 2023 10:30
Reynsluboltinn þurfti bara fjórar mínútur til að ráða úrslitum Cristiana Girelli tryggði Ítalíu 1-0 sigur á Argentínu í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. 24. júlí 2023 08:01
Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. 24. júlí 2023 09:30