Eyðilagði bikar Verstappen á verðlaunapallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 13:31 Max Verstappen með brotinn bikar á verðlaunapallinum. Getty/Qian Jun Bretinn Lando Norris hefur verið að minna á sig með góðri frammistöðu í síðustu keppnum í formúlu eitt sem voru í Englandi og Ungverjalandi en hann stal fyrirsögnunum á annan hátt eftir verðlaunaafhendinguna í Ungverjalandi um helgina. Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023
Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira