Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 14:58 Björgólfur Guðmundsson sýndi Gústa B hvernig hann á að stilla sér upp með úrið. Aðsend Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. „Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“ Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira