Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 16:00 Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic verða að öllum líkindum allir í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið mætir FCK annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira