FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 08:32 Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby töpuðu naumlega í leik þar sem þeir fengu urmul færa. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti