„Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2023 20:42 Sigurður Ragnar var ekki sáttur með að fá aðeins stig í dag. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. „Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum. Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn