Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2023 12:16 Talsverðar skemmdir urðu á efnamóttöku Terra í Hafnarfirði. Vísir/Ingi Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði. Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði.
Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48