„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2023 08:00 Martin er á batavegi en flýtir sér hægt í langþráðu landsliðsverkefni. Getty Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. „Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
„Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira