Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 07:42 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann krefur hana svara við ýmsum spurningum er lúta að hvalveiðibanni hennar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31
Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53