„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:03 Grímur segir að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Bylgjan Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála. „Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira