Verratti bætist í hóp Arabíufara | Eyðslan yfir tvö hundruð milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 16:30 Marco Verratti er hrifnari af því að spila fyrir Al-Hilal en félagi sinn Kylian Mbappé. John Berry/Getty Images Ítalinn Marco Verratti hefur náð samkomulagi við Al-Hilal í Sádi-Arabíu um að spila með liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á komandi vetri. Hann fer til liðsins frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greinir frá því að viðræður milli Verratti og sádíska félagsins séu langt komnar. Al-Hilal reyndi að gera liðsfélaga hans Kylian Mbappé að bæði dýrasta og launahæsta leikmanni sögunnar en í gær var greint frá því að sá franski hafi hafnað boðinu. Verratti virðist hins vegar hrifinn af því að flytja að Persaflóa og fær að líkindum væna þóknun fyrir. Hann verður þriðji miðjumaðurinn sem félagið festir kaup á í sumar á eftir Portúgalanum Rúben Neves, sem kom frá Wolves á Englandi, og Serbanum Sergej Milinkovic-Savic, sem kom frá Lazio á Ítalíu. Þá fékk Al-Hilal einnig miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Brasilíumanninn Malcom frá Zenit í Rússlandi. Verratti hefur leikið fyrir PSG frá árinu 2012 og átti samning til sumars 2026. Talið er að sádíska liðið geri þriggja ára samning við Ítalann og borgi PSG um 30 milljónir evra fyrir kauða. Þá er Verratti ekki eini miðjumaðurinn á förum frá PSG en Renato Sanches er ekki í áformum liðsins og líklega á leið til Roma á Ítalíu, mögulega á láni. Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greinir frá því að viðræður milli Verratti og sádíska félagsins séu langt komnar. Al-Hilal reyndi að gera liðsfélaga hans Kylian Mbappé að bæði dýrasta og launahæsta leikmanni sögunnar en í gær var greint frá því að sá franski hafi hafnað boðinu. Verratti virðist hins vegar hrifinn af því að flytja að Persaflóa og fær að líkindum væna þóknun fyrir. Hann verður þriðji miðjumaðurinn sem félagið festir kaup á í sumar á eftir Portúgalanum Rúben Neves, sem kom frá Wolves á Englandi, og Serbanum Sergej Milinkovic-Savic, sem kom frá Lazio á Ítalíu. Þá fékk Al-Hilal einnig miðvörðinn Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Brasilíumanninn Malcom frá Zenit í Rússlandi. Verratti hefur leikið fyrir PSG frá árinu 2012 og átti samning til sumars 2026. Talið er að sádíska liðið geri þriggja ára samning við Ítalann og borgi PSG um 30 milljónir evra fyrir kauða. Þá er Verratti ekki eini miðjumaðurinn á förum frá PSG en Renato Sanches er ekki í áformum liðsins og líklega á leið til Roma á Ítalíu, mögulega á láni. Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn
Kaup Al-Hilal frá Evrópu í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea á 20 milljónir evra Rúben Neves frá Wolves á 60 milljónir evra Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio á 40 milljónir evra Malcom frá Zenit á 65 milljónir evra Marco Verratti frá PSG á 30 milljónir evra* Alls: 215 milljónir evra* þegar skipti Verratti ganga í gegn
Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira