Leikmenn Independiente Medellín og Junior de Barranquilla leiddu hunda inn á völlinn í tilefni af Hundadeginum í Kólumbíu.
Hundurinn sem Luciano Pons leiddi inn á völlinn virkaði eitthvað stressaður og meig á samherja hans, David Loaiza.
Hann virtist ekki taka eftir neinu kannski af því að hundurinn hans var upptekinn við að skíta á völlinn.
Þessi uppákoma fyrir leikinn virtist þau ekki hafa slæm áhrif á liðsmenn Independiente Medellín sem unnu 1-0, þökk sé marki Pons.