Í tilkynningu lögreglu kemur fram að Hörður hafi verið fæddur árið 1958 og búsettur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin.
Hörður var annar tveggja manna sem féllu í sjóinn eftir að sportbátur sökk út af Njarðvíkurhöfn. Var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur málið til rannsóknar og er sú rannsókn á frumstigi.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tjáði fréttastofu á þriðjudag að líðan mannsins sem lifði slysið af væri nokkuð góð eftir atvikum.