Vegir liggja til allra átta Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 28. júlí 2023 20:01 Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Dalabyggð Sveitarstjórnarmál Samgöngur Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun