Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 08:00 Ása sneri aftur að heimili hennar og Rex Heuermann í dag. Facebook/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira