Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 17:51 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. „Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“ Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“
Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira