Á fjórða þúsund gengu á gossvæðið sem verður aftur opið í dag Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 08:34 Eldgos heldur áfram við Litla-Hrút en nokkuð hefur dregið úr hraunflæði að undanförnu. Vísir/vilhelm Opið verður fyrir almenning inn á gossvæðið við Litla-Hrút frá Suðurstrandavegi til klukkan 18 í dag. Lokun gekk vel í gær og þurftu fáir á aðstoð að halda. Fram kom í gær að athuganir á hraunflæði gossins bendi til þess að því kunni að ljúka eftir eina til tvær vikur ef fram heldur sem horfir. Dregið hefur úr hraunflæði frá því að gosið hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Slökkvilið náði að slökkva langvarandi gróðurelda á svæðinu í gær en það er áfram vaktað af slökkviliðsmönnum. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að flestir sýni því skilning að aðgangur að eldgosinu sé háð takmörkunum. Samkvæmt teljurum gengu 1.989 manns Meradalsleið í gær og 1.322 eldri gönguleiðir á svæðinu. Samkvæmt gasspá verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt í dag og getur gasmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða.“ Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Fram kom í gær að athuganir á hraunflæði gossins bendi til þess að því kunni að ljúka eftir eina til tvær vikur ef fram heldur sem horfir. Dregið hefur úr hraunflæði frá því að gosið hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Slökkvilið náði að slökkva langvarandi gróðurelda á svæðinu í gær en það er áfram vaktað af slökkviliðsmönnum. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að flestir sýni því skilning að aðgangur að eldgosinu sé háð takmörkunum. Samkvæmt teljurum gengu 1.989 manns Meradalsleið í gær og 1.322 eldri gönguleiðir á svæðinu. Samkvæmt gasspá verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt í dag og getur gasmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða.“ Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira