Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 11:09 Mikil mótmæli gegn Kóranbrennum hafa verið í ríkjum þar sem Múslimar eru í meirihluta. AP Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56