Markús í öðru sæti á EM unglinga í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 14:46 Íslenski keppnishópurinn á EM í ár. Efri röð frá vinstri: Markús Marelsson, Guðjón Frans Halldórsson og Alexandra Eir Grétarsdóttir, liðsstjóri og sjúkraþjálfari. Neðri röð frá vinstri Pamela Ósk Hjaltadótti og Auður Bergrún Snorradóttir. golf.is Markús Marelsson náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti sextán ára og yngri 2023, European Young Masters, fór fram á Sedin vellinum í Slóvakíu 27.-29. júlí. Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson úr GK, Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM. Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur það er leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna– og piltaflokki. Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) eða fimm höggum undir pari. Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra. Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, lék á 231 höggi (78-77-76) (+12 samtals) en hann endaði í 32. sæti. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-79-74) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Auður Bergrún Snorradóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-73-80) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Samhliða fór fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring töldu. Ísland endaði í 13. sæti af alls 28 liðum. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson úr GK, Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM. Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur það er leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna– og piltaflokki. Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) eða fimm höggum undir pari. Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra. Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, lék á 231 höggi (78-77-76) (+12 samtals) en hann endaði í 32. sæti. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-79-74) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Auður Bergrún Snorradóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-73-80) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Samhliða fór fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring töldu. Ísland endaði í 13. sæti af alls 28 liðum.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira