Erlent

Lík fannst í tunnu við strönd á Malibu

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú málið dularfulla.
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú málið dularfulla. Getty/Los Angeles Times/Mel Melcon

Lík karlmanns fannst í plasttunnu við strönd í Malibu í Kaliforníu-ríki í gær eftir að gæslumaður sá tunnuna fljótandi við strandlínuna.

Að sögn lögreglu var líkið í 55 lítra svartri tunnu sem uppgötvaðist á Malibu Lagoon State Beach. Rannsóknarlögregla kannar nú málið en ekki liggur fyrir hversu lengi líkið, sem er sagt vera af svörtum karlmanni, var í ílátinu.

Þjóðgarðastarfsmaður kom fyrst auga á þunga tunnuna í lóninu við ströndina um klukkan 15 á sunnudag að staðartíma. Fram kemur í frétt CNN að sá hafi nálgast hana á kajak og skilið hana eftir óopnaða á ströndinni áður en hún fór aftur á flot í háflóðinu.

Um klukkan 10 í gær náði lífvörður tunnunni á land og opnaði hana þar sem hann sá hreyfingalausan mann. Sjúkraflutningamenn og lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×