Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 14:51 Nemendur í skóla sem rekinn er af El Roi mótmæltu því að hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar hefði verið rænt nærri Port-au-Prince. AP/Odelyn Joseph Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29