Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2023 16:10 Gunnar Ásgrímsson vakti mikla athygli árið 2014 þegar hann var í rosalega ungum Framsóknarmönnum. Núna vill hann vera formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Aðsent Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Gunnar, sem er 23 ára Skagfirðingur og kennaranemi við Háskóla Íslands, er núverandi varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna og tilkynnti í dag framboð sitt til formennsku sambandsins. Kosið verður um formann á sambandsþingi SUF sem verður haldið í Norðvesturkjördæmi helgina 1. til 3. september. Það má segja að Gunnar sé búinn að vera íslensk netstjarna allar götur síðan tekið var viðtal við hann á N4 árið 2014. Gunnar var þar til viðtals ásamt Róberti Smára Gunnarssyni, syni Gunnars Braga Sveinssonar, til að vekja athygli á kökubasar sem Rosalega ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir á Sauðárkróki til styrktar Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar. Róbert skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn en Gunnar ætlar greinilega að vinna sig hærra upp í Framsóknarflokknum. Eins árs á fyrsta flokksþinginu Gunnar sendi framboðstilkynningu sína á fjölmiðla í dag þar sem hann lýsir ástæðum fyrir framboði sínum og áætlunum verði hann formaður. Þar lýsir hann því hvernig hann mætti á sitt fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins eins árs gamall. Hann hafi fyrst tekið virkan þátt í starfi SUF fyrir fimm árum og síðustu tvö ár hafi hann verið varaformaður sambandsins undir forystu Unnar Benediktsdóttur. Gunnar segir að þau þrjú atriði sem þurfi að einblína á næsta árið séu þrjú: að vinna áfram gott málefnastarf með virkri umræðu, styrkja félagsstarf sambandsins heima í héraði og að skapa umhverfi sem heldur betur í nýliða. Tilkynningu Gunnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september Framsóknarflokkurinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Gunnar, sem er 23 ára Skagfirðingur og kennaranemi við Háskóla Íslands, er núverandi varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna og tilkynnti í dag framboð sitt til formennsku sambandsins. Kosið verður um formann á sambandsþingi SUF sem verður haldið í Norðvesturkjördæmi helgina 1. til 3. september. Það má segja að Gunnar sé búinn að vera íslensk netstjarna allar götur síðan tekið var viðtal við hann á N4 árið 2014. Gunnar var þar til viðtals ásamt Róberti Smára Gunnarssyni, syni Gunnars Braga Sveinssonar, til að vekja athygli á kökubasar sem Rosalega ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir á Sauðárkróki til styrktar Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar. Róbert skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn en Gunnar ætlar greinilega að vinna sig hærra upp í Framsóknarflokknum. Eins árs á fyrsta flokksþinginu Gunnar sendi framboðstilkynningu sína á fjölmiðla í dag þar sem hann lýsir ástæðum fyrir framboði sínum og áætlunum verði hann formaður. Þar lýsir hann því hvernig hann mætti á sitt fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins eins árs gamall. Hann hafi fyrst tekið virkan þátt í starfi SUF fyrir fimm árum og síðustu tvö ár hafi hann verið varaformaður sambandsins undir forystu Unnar Benediktsdóttur. Gunnar segir að þau þrjú atriði sem þurfi að einblína á næsta árið séu þrjú: að vinna áfram gott málefnastarf með virkri umræðu, styrkja félagsstarf sambandsins heima í héraði og að skapa umhverfi sem heldur betur í nýliða. Tilkynningu Gunnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september
Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira