Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar. CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar.
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira