Bjartsýnn fyrir hönd sinna gömlu félaga: „Hefur verið svolítil rússíbanareið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 10:00 Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sautján mörk í Bestu deild kvenna í fyrra. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í KA í sumar og er bjartsýnn á að þeir komist í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira