Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar í dag Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 08:23 Eldgosið við Litla-Hrút hófst þann 10. júlí og hefur því staðið í rúmar þrjár vikur. Vísindamenn telja að dagar þess séu taldir. vísir/vilhelm Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. Vestlæg vindátt er við gosstöðvarnar í dag og ætti gosmengun því að berast til suðaustur en til austurs á morgun. Alls fóru 1.305 einstaklingar um Meradalaleið í gær samkvæmt teljurum á svæðinu og 1.423 um eldri gönguleiðir. Gönguleiðum var lokað klukkan 18 í gær og gekk lokunin almennt vel, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu en að venju þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð að halda. Í dag er spáð fimm til tíu metrum á sekúndu á svæðinu og gert ráð fyrir því að gosmengunin berist til suðurs og suðausturs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Bannað að fara á Keili og Litla-Hrút Að sögn lögreglu er almenningi sem fyrr skylt að hlýða fyrirmælum og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Vestlæg vindátt er við gosstöðvarnar í dag og ætti gosmengun því að berast til suðaustur en til austurs á morgun. Alls fóru 1.305 einstaklingar um Meradalaleið í gær samkvæmt teljurum á svæðinu og 1.423 um eldri gönguleiðir. Gönguleiðum var lokað klukkan 18 í gær og gekk lokunin almennt vel, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu en að venju þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð að halda. Í dag er spáð fimm til tíu metrum á sekúndu á svæðinu og gert ráð fyrir því að gosmengunin berist til suðurs og suðausturs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Bannað að fara á Keili og Litla-Hrút Að sögn lögreglu er almenningi sem fyrr skylt að hlýða fyrirmælum og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira