Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:53 Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. „Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42
„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01