Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:53 Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. „Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
„Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42
„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01