Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:53 Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. „Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
„Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42
„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01