Björgvin Karl Guðmundsson varð fimmtándi í Ski-Bag en með því lyfti hann sér upp í fjórða sæti í heildarstigakeppni en Bandaríkjamaðurinn Roman Khremmikov trónir á toppnum eftir fimm greinar.
Annie Mist er ennþá í 5.sæti eftir að hafa lent í 13.sæti í Ski-Bag en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð níunda og kom sér þar með upp í 12.sæti.
Sjötta greinin fer fram í kvöld og er jafnframt síðasta grein dagsins en eftir daginn munu tíu neðstu keppendur hjá bæði körlum og konum detta úr keppni en aðeins þrjátíu bestu fá að keppa á þriðja deginum á morgun.