Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 14:03 Eldgosið við Litla-Hrút er ekkert sérstaklega tilkomumikið lengur. Stöð 2/Arnar Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. „Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
„Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19